Góður leikari fallinn frá.

Edward Woodward var mjög geðþekkur leikari og þættir The Equalizer voru með vandaðri spennuþéttum sem að frá kananum hafa komið. Þar lék hann einkaspæjara sem kominn var af léttasta skeiði og var hann oftast að aðstoða fólk sem mátti sín lítils og oftast nægði honum þakklæti skjólstæðings síns frekar en peningar.

Með útsjónarsemi og yfirvegun leysti hann hvert málið á fætur öðru. Ekki með ofbeldi og blóðbaði. Mjög góðir þættir os svolítið "öðruvísi.


mbl.is Edward Woodward látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Don Hrannar

Ég man þegar ég sat í tjáningartímum hjá Ævari Kvaran í FB að hann minntist á vináttu sína við Edward Woodward. Þetta var um það leyti sem The Equalizer var sýndur í íslensku sjónvarpi, og passaði ég mig á að missa ekki af einum einasta þætti. Fínn leikari fallinn frá.

Don Hrannar, 16.11.2009 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband