Hvað valda símakjaftandi ökumenn mörgum alvarlegum slysum á ári ?

Hvað ætli að símanotkun ökumanna undir stýri valdi mörgum alvarlegum slysum á ári?

Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að mér takist að forðast að lenda í slysi í hverjum mánuði en margir siðblindir ökumenn vita ekkert hvert þeir eru að fara og hafa enn síður hugmynd um hvað er að gerast í kringum þá svo uppteknir eru þeir í tilgangslausum símtölum.

Þá sem tala í síma má leggja að jöfnu við menn undir áhrifum áfengis og annarra fíkniefna dómgreindin og eftirtektarsemin er svipuð.

Það er lítið tekið á þessu hér á Íslandi ein skitin 5.000 kr sekt svo getur þú haldið áfram að tala í símann. 5.000 kr skipta símafíkilinn engu máli.

Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður beitti sér fyri því á síðasta ári að það mætti sekta fólk fyrir að henda rusli á víðavangi um allt að 100.000 kr. Enn eitt dæmið um brenglaða forgangsröðun þingmanna hér á landi. Ég held að Guðlaugi hefði verið nær að gleyma ruslinu og beita sér frekar fyrir því að bjarga mannslífum og hækka sektir á símafíkla upp í 100.000 kr.

Í eðli sínu er fólk fífl og það er alveg sama hvað er gert í forvörnum og fræðslu það dregur ekkert úr símanotkun ökumanna.Það eina sem gæti skilað árangri það væri að tæma budduna þeirra og bankareikninga.

Það skal tekið fram að þetta er skrifað í gremjukasti hálftíma eftir að einhver símakjaftandi kerlingarfjandi sveigði inn á akrein rétt fyrir framan mig í Ártúnsbrekkunni en hún virtist hvorki meðvituð um stund eða stað.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband