21.12.2009 | 13:50
Reykjavíkurborg og ISS sameinast um nútíma þrælahald í skjóli óttans !
Fyrir nokkru síðan sagði Reykjavíkurborg upp samningi við Ræstingaþjónustuna ehf. sem séð hefur um ræstingar í leikskólum borgarinnar. Láglaunafyrirtækið ISS fékk verkið í staðinn.
Fyrrverandi starfsmenn Ræstingaþjónustunnar ehf. og aðrir hafa því leitað til ISS í þeirri von um að geta haldið störfum sínum áfram eftir áramótin þegar ISS tekur ræstingarnar yfir. Það sem að ISS er að bjóða fólki, í skjóli Reykjavíkurborgar er:
Haltu starfi þínu en þú verður að leysa það af hendi á helmingi skemmri tíma en áður, það verður líka bætt við þig verkefnum. Að endingu þarf ekki að taka það fram að ISS býður líka upp á launalækkun fyrir sömu vinnu. Fólk sem starfar við ræstingar er það fólk sem að síst mætti við launalækkun.
Svona kemur níðingsháttur margra atvinnurekenda og hins opinbera fram þegar að margir óttast um vinnu sína. Þá er ótti fólks notaður til að "svínbeygja" það og niðurlægja.
Reykjavíkurborg og ISS hafið skömm fyrir !!!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.